Vetrargjöf. Ein af myndum Ragnars Axelssonar frá Íslandi.
Vetrargjöf. Ein af myndum Ragnars Axelssonar frá Íslandi.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
RAGNAR Axelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, hlýtur í ár heiðursviðurkenningu sem kennd er við Oskar Barnack, höfund Leica-myndavélanna.

RAGNAR Axelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, hlýtur í ár heiðursviðurkenningu sem kennd er við Oskar Barnack, höfund Leica-myndavélanna.

Franskur ljósmyndari, Bertrand Meunir, hlýtur Oskar Barnac-verðlaunin fyrir árið 2001, fyrir ljósmyndir sem hann tók í Kína.

Dómnefndin veitir jafnframt Ragnari heiðursviðurkenningu fyrir viðamikið verkefni með myndum sem sýna lífshætti sem eru að breytast á Grænlandi, í Færeyjum og á Íslandi. Ragnar hefur unnið að þessu verki sl. fimmtán ár.

Verðlaunin verða afhent á ljósmyndahátíðinni í Arles í Frakklandi í sumar, og þar verða ljósmyndir þeirra Ragnars og Meunir sýndar. Sýningin verður í kjölfarið sett upp á fleiri stöðum, þar á meðal í Tókýó og New York.