Ísland Ferðir fyrir hópa Fyrirtækið sbk.hf hópferðir og bílaleiga í Reykjanesbæ hefur gefið út bæklinga til að kynna nýjungar í ferðum fyrir fyrirtæki, saumaklúbba og aðra vinahópa. Um er að ræða ýmiss konar ferðir þar sem allt er innifalið.

Ísland

Ferðir fyrir hópa

Fyrirtækið sbk.hf hópferðir og bílaleiga í Reykjanesbæ hefur gefið út bæklinga til að kynna nýjungar í ferðum fyrir fyrirtæki, saumaklúbba og aðra vinahópa.

Um er að ræða ýmiss konar ferðir þar sem allt er innifalið. Boðið er upp á dagsferðir, nokkurra klukkustunda ferðir og nokkurra daga ferðir.

Sem dæmi um tillögur að ferðum á vegum fyrirtækisins er kvöldstund og matur á humarstaðnum á Stokkseyri, kvöldstund og matur í Skíðaskálanum í Hveradölum, leikhúsferð, og síðan dagsferð þar sem farið er í Bláa lónið og borðaður léttur hádegisverður. Gjáin er skoðuð, farið á fiskasafnið í Höfnum og siglt frá Keflavík til Reykjavíkur. Léttur kvöldverður um borð í skipinu og opinn bar.

Fyrirtækið er með nýja bíla sem eru búnir öryggisbeltum og uppfylla þær öryggiskröfur sem gerðar eru til fólksflutningabíla.

Spánn, Portúgal og Írland

Golfferðir um páskana

Samvinnuferðir-Landsýn bjóða golfferð til Spánar, Portúgal og Írlands um páskana.

Flogið er til Spánar 11. apríl og komið heim 20. apríl. Dvalið er í strandbænum Albir og gist á íbúðarhótelinu Albir Garden.

Boðið er upp á vallargjöld í sjö daga á þremur golfvöllum, Bonalba sem er í um 30 mínútna aksturfjarlægð frá Albir, El Plantio-golfvöllinn sem er sunnan við Alicante og á Alenda-golfvellinum sem er sunnan við Benidorm.

Þá er einnig í boði golfferð til Portúgal. Flogið er út 11. apríl og heim 25. apríl. Dvalið er í strandbænum Praia da Rocha og gist á nýlegu íbúðahóteli Jardins da Rocha. Fjórir golfvellir eru á svæðinu.

Að lokum eru Samvinnuferðir-Landsýn með golfferð til Dublin. Gist er á Portmancok-hótelinu en við hótelið er golfvöllur þar sem spilað verður golf í fimm daga, frá 12. apíl og fram til 16. apríl.

Karíbahaf

Skemmtisigling

Ferðaskrifstofan Sól og Europay bjóða Eurocardhöfum vikusiglingu um Karíbahaf auk fjögurra nátta gistingar í Orlando. Siglt er með fleyinu Sensation frá Carnival Cruises. Siglingaleiðin er um ólíka menningarheima Mexíkó, Karíbahafseyja og djassborgarinnar miklu.

Í Orlando er síðan dvalið á hótelinu Orlando Adams Mark. Verð er 159.900 krónur á mann í tvíbýli í ytri klefa. Lækka má verð um 8.000 krónur með ferðaávísun Eurocard.

Innifalið í verði er flug, gisting í Orlando, vikusigling með fullu fæði, allt þjórfé til áhafnar, hafnarskattar, ferðir milli flugvallar, hótels og skips

erlendis og íslensk fararstjórn.

Prag

Nýr haustferða- bæklingur

Heimsferðir hafa sett á markað haustferðir til Prag en flogið verður tvisvar í viku frá lok september fram í desember.

Þegar eru átta ferðir uppseldar í haust hjá ferðaskrifstofunni.

Meðal nýjunga hjá Heimsferðum er ferð alla laugardaga í Hradcany-kastalann sem gnæfir yfir borgina, en íslenskir fararstjórar Heimsferða bjóða kynnisferðir með íslenskri leiðsögn.

Nánari upplýsingar fást hjá Heimsferðum í síma 595-1000.

Spánn

Vinsæll ferðamannastaður

Cambrils er lítið þorp í Katalóníu á Spáni sem hefur í auknum mæli verið að laða að sér ferðamenn. Þar búa um 23.000 manns árið um kring og þorpið hefur sérstaklega getið sér orð fyrir góða matargerð.

Það er stutt í þemagarðinn Port Aventura sem margir Íslendingar hafa heimsótt og þrír góðir golfvellir í næsta nágrenni.

Undanfarin ár hefur gistirýmum fjölgað og hægt að leigja íbúðir, lítil smáhýsi og dvelja á góðum tjaldstæðum. Frekari upplýsingar um þorpið og næsta nágrenni má nálgast á slóðinni www.cambrils.org. Þar eru m.a. tenglar inn vefsíður íbúðarhótela og annarra gististaða.