Á FÉLAGSFUNDI Kennarafélags Kennaraháskóla Íslands var eftir farandi ályktun samþykkt einróma: "Stjórn KKHÍ hefur boðað til atkvæðagreiðslu um verkfall frá 7. maí til 21. maí 2001 að báðum dögum meðtöldum.

Á FÉLAGSFUNDI Kennarafélags Kennaraháskóla Íslands var eftir farandi ályktun samþykkt einróma:

"Stjórn KKHÍ hefur boðað til atkvæðagreiðslu um verkfall frá 7. maí til 21. maí 2001 að báðum dögum meðtöldum. Atkvæðagreiðsla um verkfallið mun standa frá 2. apríl til 10. apríl 2001."

Jafnframt segir:

"Félagsfundur Kennarafélags Kennaraháskóla Íslands haldinn 28. mars 2001 lýsir furðu sinni á ófullnægjandi launatilboði Samninganefndar ríkisins í kjaraviðræðum við KKHÍ sem lagt var fram 22. mars. Félagsfundur átelur vinnubrögð SNR, þar sem viðræðuáætlun aðila hefur ekki verið virt, undirbúningsvinna verið í lágmarki og fyrsta tilboð lagt fram fimm mánuðum eftir að samningar féllu úr gildi. Fundurinn telur að tilboð þetta mundi skapa kennaramenntuninni og Kennaraháskólanum mikinn vanda, ef samþykkt yrði, vegna veikrar samkeppnisstöðu við önnur skólastig og sérfræðistofnanir. Félagsfundur hvetur stjórn og samninganefnd til þess að hvika ekki frá samningsmarkmiðum félagsins um samkeppnishæf laun. Félagsfundurinn hvetur stjórn og samninganefnd til þess að undirbúa tiltækar löglegar aðgerðir til að þrýsta á um viðunandi vinnubrögð við samningsgerðina og sæmandi niðurstöður kjarasamninga."