Bíl var ekið  útaf Suðurlandsvegi við Lögbergsbrekku um klukkan 11 í gærmorgun með þeim afleiðingum að karl og kona létust.
Bíl var ekið útaf Suðurlandsvegi við Lögbergsbrekku um klukkan 11 í gærmorgun með þeim afleiðingum að karl og kona létust.
KARLMAÐUR og kona létust í umferðarslysi sem varð um klukkan 11 í gærmorgun á Suðurlandsvegi við Lögbergsbrekku.

KARLMAÐUR og kona létust í umferðarslysi sem varð um klukkan 11 í gærmorgun á Suðurlandsvegi við Lögbergsbrekku. Fjórir voru í bílnum, allt fólk af erlendu bergi brotið, og voru karlmaður og drengur fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi, en þeir munu ekki vera alvarlega slasaðir.

Að sögn lögreglu lenti bifreiðin út af veginum og valt. Talið er að hún hafi verið að aka fram úr annarri bifreið og lent í lausamöl með fyrrgreindum afleiðingum. Ásamt lögreglunni voru fimm sjúkrabílar sendir á vettvang og tækjabíll. Lögreglan í Kópavogi ásamt tæknideild lögreglunnar í Reykjavík vinnur að rannsókn málsins, sem er á frumstigi.

Miklar tafir urðu á umferð um Suðurlandsveg vegna slyssins en lögreglan reyndi að beina umferð framhjá slysstaðnum eftir föngum.