Á NETINU bjóðast reglulega hagstæðar ferðir til hinna ýmsu staða víða um heim en tímafrekt getur verið að flakka á milli vefsíðna flugfélaganna og bera saman verð. TravelFusion (travelfusion.

Á NETINU bjóðast reglulega hagstæðar ferðir til hinna ýmsu staða víða um heim en tímafrekt getur verið að flakka á milli vefsíðna flugfélaganna og bera saman verð. TravelFusion (travelfusion.com) fullyrðir að það sé fyrsta vefsíðan sem gerir notendum Netsins kleift að leita að alls kyns ferðatilboðum á einum stað, þ.á m. hjá lággjaldaflugfélögum, aðeins með því að ýta á einn takka, að því er fram kemur í The Sunday Times.

Á vefsíðu þeirra er m.a. unnt að fá upplýsingar um þann flugvöll sem næstur er dvalarstað, verð, áætlaðan ferðatíma, auk þess sem möguleiki er á upplýsingum um lestar-, rútu- og ferjuferðir milli staða og landa.

Það eru 23 flugfélög sem taka þátt á vefsíðunni, þ.á m. British Airways, EasyJet, Svissair, Go og Virgin Express.