ILMVÖTN sem íbúar borgarinnar Pompei í Rómaveldi báru fyrir tvö þúsund árum hafa nú verið endursköpuð og gleðja nef gesta fornleifasafnsins í Napólí.

ILMVÖTN sem íbúar borgarinnar Pompei í Rómaveldi báru fyrir tvö þúsund árum hafa nú verið endursköpuð og gleðja nef gesta fornleifasafnsins í Napólí.

Í safninu hefur verið komið upp eftirlíkingu af ilmvatnsgerðarhúsi frá Pompei og þar verða til sölu ilmvötn, sem hönnuð eru á grundvelli efnagreiningar á ilmvatnsleifum úr fornum flöskum er fundist hafa í rústum borgarinnar. Meðal tegundanna eru rósa-, fjólu- og liljuilmur.

Eldgos í fjallinu Vesúvíusi, sem gnæfir yfir Pompei, lagði borgina í rúst árið 79 e.kr.

The Daily Telegraph.