Grunngerðin verður með 100 hestafla vél og líklegt þykir að bíllinn verði einnig boðinn með yfir 200 hestafla V6 vél.
Grunngerðin verður með 100 hestafla vél og líklegt þykir að bíllinn verði einnig boðinn með yfir 200 hestafla V6 vél.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
VOLVO hefur ákveðið að hefja framleiðslu á bíl sem sýndur var sem SCC-hugmyndabíllinn á bílasýningunni í Detroit í janúar. Tölvugerðar myndir Automedia sýna hvernig líklegt er að útlit framleiðslubílsins verði.

VOLVO hefur ákveðið að hefja framleiðslu á bíl sem sýndur var sem SCC-hugmyndabíllinn á bílasýningunni í Detroit í janúar.

Tölvugerðar myndir Automedia sýna hvernig líklegt er að útlit framleiðslubílsins verði. Flest bendir til að Volvo, sem er að stærstum hluta í eigu Ford, kynni til sögunnar bókstafinn H á nýja bílinn. H-ið stendur fyrir hlaðbak og aðgreinir bílinn frá stallbaknum sem ber stafinn S og langbaknum sem ber stafinn V. Bíllinn verður framleiddur í þrennra og fimm dyra gerðum og á að etja kappi við bíla í Golf-flokknum. Hann verður smíðaður á nýjan P1 undirvagn sem Ford Focus og Mazda 323 hvíla einnig á.

Lítilsháttar breytingar

Framleiðslubíllinn verður örlítið breyttur að utan frá hugmyndabílnum, t.d. ný hönnun á framstuðara, stefnuljós verða í hliðarspeglum, hurðarhúnar verða samlitir bílnum og þaklínan verður hærri og þar með meira innanrými. Búast má við að yngri kaupendahópur með sportbílaáhuga verði áhugasamur um bílinn en notagildi hans verður jafnframt aukið með stærri afturhlera en var á hugmyndabílnum. Það veldur vonbrigðum að gegnsær a-gluggapóstur hugmyndabílsins víkur fyrir hefðbundinni gerð gluggapósts. Bíllinn verður dýrari en sambærilegir Ford Focus og Mazda 323 og það endurspeglast í vélarframboðinu. Grunngerðin verður með 100 hestafla vél og líklegt þykir að bíllinn verði einnig boðinn með yfir 200 hestafla V6 vél.