CITROËN ætlar sér stærri hlut á smábílamarkaðnum og setur innan tíðar á markað tvo nýja bíla í stað Saxo-smábílsins. C2 verður sportlegi þrennra dyra bíllinn en C3 lítill fimm dyra fjölnotabíll sem uppfyllir betur þarfir fjölskyldufólks.
CITROËN ætlar sér stærri hlut á smábílamarkaðnum og setur innan tíðar á markað tvo nýja bíla í stað Saxo-smábílsins. C2 verður sportlegi þrennra dyra bíllinn en C3 lítill fimm dyra fjölnotabíll sem uppfyllir betur þarfir fjölskyldufólks. Bílarnir boða mikla stefnubreytingu frá Saxo og svipar til Toyota Yaris og Renault Twingo hvað varðar háa þaklínuna. Bílarnir verða smíðaðir á sama undirvagn og Peugeot 206 og meðal véla í boði verður 2ja lítra vél í VTS-sportgerðina. Einnig verða bílarnir fáanlegir með samrásardísilvélum sem eru þróaðar í samstarfi við Ford.