Lalli tekur lagið ásamt sonum sínum Jóni, Guðjóni og Ágústi.
Lalli tekur lagið ásamt sonum sínum Jóni, Guðjóni og Ágústi.
Neskaupstað- Svokallað Lallakvöld var haldið nýlega hér í Egilsbúð. Lallakvöld var skemmtikvöld sem haldið var til heiðurs Þorláki Friðrikssyni eða öllu heldur Lalla á Skorrastað, en undir því nafni gengur hann dags daglega.
Neskaupstað- Svokallað Lallakvöld var haldið nýlega hér í Egilsbúð. Lallakvöld var skemmtikvöld sem haldið var til heiðurs Þorláki Friðrikssyni eða öllu heldur Lalla á Skorrastað, en undir því nafni gengur hann dags daglega.

Dagskrá skemmtikvöldsins samanstóð að mestu leyti af tónlistaratriðum sem fjölskylda Lalla og vinir fluttu að ógleymdum honum sjálfum, en hann hefur um áratuga skeið kitlað hláturtaugar Norðfirðinga og annarra með gamanvísnasöng, leiklist og öðrum uppákomum á hinum ýmsu skemmtunum og raunar talinn ómissandi við þau tækifæri. Þá voru einnig flutt nokkur lög sem Lalli hefur samið. Kynnir á skemmtikvöldinu var Helgi Seljan bróðir Lalla og átti hann sinn þátt í að gera kvöldið eftirminnilegt.

Húsfyllir var á Lallakvöldinu en það voru fjölskylda hans og vinir sem stóðu fyrir kvöldinu.