Ellimálaráð Reykjavíkurprófastsdæma: sumardagar í kirkjunni. Eins og undanfarin ár verða sumarguðsþjónustur eldri borgara í Reykjavíkurprófastsdæmum í júnímánuði. Guðsþjónusturnar færast á milli kirknanna í prófastsdæmunum.
Ellimálaráð Reykjavíkurprófastsdæma: sumardagar í kirkjunni.

Eins og undanfarin ár verða sumarguðsþjónustur eldri borgara í Reykjavíkurprófastsdæmum í júnímánuði. Guðsþjónusturnar færast á milli kirknanna í prófastsdæmunum. Fyrsta guðsþjónustan verður í Breiðholtskirkju miðvikudaginn 6. júní kl. 14. Sr. Gísli Jónasson prófastur prédikar og þjónar fyrir altari. Á eftir verða kaffiveitingar í boði Breiðholtssóknar. Þessar guðsþjónustur eru samstarfsverkefni ellimálaráðs Reykjavíkurprófastsdæma og safnaðanna sem taka á móti okkur hverju sinni. Nánari auglýsingar eru í öllum kirkjum í prófastsdæmunum og einnig í félagsmiðstöðvum aldraðra í Reykjavík og Kópavogi. Þess er vænst að sem flestir sjái sér fært að koma og eiga saman góða stund í kirkjunni. Allir eru velkomnir.

Safnaðarstarf

Hallgrímskirkja. Lokatónleikar Kirkjulistahátíðar annan í hvítasunnu kl. 20. Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar. Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.

Neskirkja . Tíðasöngur þriðjud. kl. 12.

Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 587-9070.

Hafnarfjarðarkirkja. Æskulýðsstarf yngri deild kl.20.30-22 í Hásölum.

Krossinn. Almenn samkoma að Hlíðarsmára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir.

Hvammstangakirkja. KFUM og K starf kirkjunnar mánudag kl. 17.30 á prestssetrinu.

Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Hvítasunnudagur: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Vörður L. Traustason forstöðumaður. Almenn samkoma kl. 16.30, lofgjörðarhópur Fíladelfíu syngur. Ræðumaður Loren Cunningham, stofnandi Youth With a Mission. Barnakirkja fyrir 1 árs til 9 ára börn meðan á samkomu stendur. Við minnum á sjónvarpsútsendingu á messu frá Fíladelfíu sem verður send út í ríkissjónvarpinu að kvöldi hvítasunnudags kl. 21.30. Annar í Hvítasunnu: Útvarpsmessa kl. 11 sem verður send út beint á rás 1. Ræðumaður Vörður L. Traustason.

Fríkirkjan Vegurinn: Annan í Hvítasunnu. Samkoma kl. 20, Loren Cunningham, stofnandi YWAM, predikar, lofgjörð og fyrirbænir. Allir velkomnir.

Breiðholtskirkja: Þriðjudaginn 5. júní: Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl.18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans.

Hjallakirkja: Þriðjudaginn 5. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18.

Kópavogskirkja: Þriðjudaginn 5. júní: Foreldramorgunn í dag kl. 10-12 í safnaðarheimilinu Borgum.