Einar Guðmundsson
Einar Guðmundsson
EINAR Guðmundsson barítonsöngvari mun halda tvenna útskriftartónleika ásamt Ólafi Vigni Albertssyni píanóleikara. Fyrri tónleikarnir fara fram á Heimalandi undir V-Eyjafjöllum 5. júní kl.
EINAR Guðmundsson barítonsöngvari mun halda tvenna útskriftartónleika ásamt Ólafi Vigni Albertssyni píanóleikara. Fyrri tónleikarnir fara fram á Heimalandi undir V-Eyjafjöllum 5. júní kl. 21 en þeir seinni í Smára, sal Söngskólans í Reykjavík við Veghúsastíg, 7. júní og hefjast þeir kl. 20. Á efnisskránni eru íslensk og ítölsk sönglög, ljóð eftir Beethoven, Schubert, Brahms, Strauss og þekktar óperuaríur eftir Mozart og Wagner.

Einar hefur verið nemandi hjá Eyrúnu Jónasdóttur söngkennara undanfarin tvö ár og útskrifaðist nýverið með 8. stig frá Tónlistarskóla Rangæinga. Á námstímanum hefur hann sótt "master class"-námskeið bæði hérlendis og erlendis, m.a. hjá hinum virta hljómsveitarstjóra og undirleikara Martin Isepp. Í framhaldi af 8. stigs prófi sínu var Einari boðið að sækja um styrk til náms við Associated Board of the Royal Schools of Music. Aðgangur að tónleikunum í Heimalandi er ókeypis en aðgangseyrir að tónleikunum í Smára er 1.000 krónur.