HINN 22. júní frumsýna Sambíóin rómantísku gamanmyndina Head Over Heels með Monica Potter (úr Along Came a Spider), Freddie Prinze , Sarah O'Hare og Shalom Harlow .
HINN 22. júní frumsýna Sambíóin rómantísku gamanmyndina Head Over Heels með Monica Potter (úr Along Came a Spider), Freddie Prinze , Sarah O'Hare og Shalom Harlow . Leikstjóri er Mark Waters en myndin segir frá ungri stúlku á Manhattan í New York sem býr með fjórum fyrirsætum. Því fylgja ýmsir erfiðleikar og stúlkan, Amanda, veit ekki hvort hún á að þakka forsjóninni eða taka til fótanna. Áður en að því kemur verður hún ástfangin af glæsimenninu Freddie.