Börn að leik í Kútter Haraldi á Byggðasafninu á Görðum á Akranesi.
Börn að leik í Kútter Haraldi á Byggðasafninu á Görðum á Akranesi.
Þrjár formlegar sýningar verða haldnar á Görðum í sumar, segir Rakel Óskarsdóttir markaðsfulltrúi á Akranesi. Í Byggðasafninu er varðveitt heildstætt safn muna sem tilheyrðu búskaparháttum og þjóðlífi fyrri tíðar á Akranesi og í nærsveitum.
Þrjár formlegar sýningar verða haldnar á Görðum í sumar, segir Rakel Óskarsdóttir markaðsfulltrúi á Akranesi. Í Byggðasafninu er varðveitt heildstætt safn muna sem tilheyrðu búskaparháttum og þjóðlífi fyrri tíðar á Akranesi og í nærsveitum.

Steinaríki er önnur fjölbreytt sýning íslenskra steina, sem skipta þúsundum og eru úr öllum landshlutum.

Þriðja sýningin er tileinkuð gerð Hvalfjarðarganga og er jafnframt deild innan Steinaríkisins. Þar má finna stórt líkan sem sýnir legu ganganna undir fjörðinn, bora, borkjarna og safn steintegunda sem fundust í göngunum. Auk þess er sýndur fjöldi ljósmynda," segir hún.

Fyrsta íþróttasafn landsins

Byggðasafnið að Görðum er opið allt árið en fyrir aftan það er nýtt hús fyrir Hvalfjarðargangasýninguna og Steinaríki, sem verður opnað í júní.

Í sama safnahúsi verður Íþróttasafnið á Akranesi, sem og kortasafn Landmælinga Íslands, en þau munu ekki opna formlega fyrr en árið 2002.

Í millitíðinni verður bráðabirgðasýning hjá Landmælingum.

Rakel segir íþróttasýninguna þá fyrstu sinnar tegundar á landinu, en þar verður sögð saga íþrótta hér á landi, allar viðurkenndar íþróttagreinar kynntar og helstu afreksmönnum í íþróttum gerð skil.

Landmælingar Íslands eiga mikinn fjölda fágætra muna tengdum kortagerð og sjaldgæft safn korta af Íslandi.