Vopnaður lögreglumaður á verði við konungshöllina í Katmandu, höfuðborg Nepals, í gær. Dipendra ríkisarfi skaut á föstudag foreldra sína, Birendra konung og Aiswarya drottningu, tvö systkini sín og fleiri ættingja til bana. Prinsinn verður næsti konungur e
Vopnaður lögreglumaður á verði við konungshöllina í Katmandu, höfuðborg Nepals, í gær. Dipendra ríkisarfi skaut á föstudag foreldra sína, Birendra konung og Aiswarya drottningu, tvö systkini sín og fleiri ættingja til bana. Prinsinn verður næsti konungur e
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
STJÓRNVÖLD í Nepal skýrðu frá því í gær að Dipendra krónprins væri haldið á lífi í öndunarvél.
STJÓRNVÖLD í Nepal skýrðu frá því í gær að Dipendra krónprins væri haldið á lífi í öndunarvél. Prinsinn skaut til bana foreldra sína, tvö systkini og að minnsta kosti fjóra ættingja að auki í konungshöllinni á föstudag, að síðustu reyndi hann að fyrirfara sér.

Forsætisráðherra landsins, Ram Chandra Paudel, sagði fjöldamorðið vera "þjóðarharmleik". Auk þeirra sem féllu munu nokkrir hafa særst í blóðbaðinu en sagt er að ástæðan hafi verið deilur um kvonfang prinsins. Hann mun hafa viljað eiga dóttur fyrrverandi ráðherra úr ættinni Rana sem áður var konungsætt í Nepal. Drottningin, Aiswarya, var 51 árs og er sögð hafa verið mótfallin ráðahagnum.

Dipendra er 29 ára gamall en faðir hans, Birendra, var 55 ára. Frændi krónprinsins, Gyanendra, hefur verið tilnefndur konungur til bráðabirgða en samkvæmt stjórnarskrá mun Dipendra verða næsti konungur þrátt fyrir morðin.

Konungur Nepals var nær einvaldur í landinu til 1990 en þá var tekið upp lýðræðisskipulag og er embættið nú að mestu valdalaust.

Þúsundir íbúa í höfuðstaðnum Katmandu þustu að konungshöllinni er fréttir bárust af atburðunum í gærmorgun en óeirðalögreglumenn héldu aftur af mannfjöldanum og hleyptu fólki ekki inn í hallargarðinn.

Katmandu. AP, AFP, Reuters.