Í Lónkoti við Málmeyjarsund mætast sjórinn og sveitin. Ferðamenn eru velkomnir og ýmis afþreying er í boði. Á myndinni sést minnisvarði um Sölva Helgason eftir Gest Þorgrímsson en í baksýn er Sölva-Bar.
Í Lónkoti við Málmeyjarsund mætast sjórinn og sveitin. Ferðamenn eru velkomnir og ýmis afþreying er í boði. Á myndinni sést minnisvarði um Sölva Helgason eftir Gest Þorgrímsson en í baksýn er Sölva-Bar.
FERÐAÞJÓNUSTAN í Lónkoti er tíu ára á þessu ári og Gallerí Sölva Helgasonar fimm ára.
FERÐAÞJÓNUSTAN í Lónkoti er tíu ára á þessu ári og Gallerí Sölva Helgasonar fimm ára. Stærsta tjald á Íslandi, Hálfdánar-Hringur, er enn á sínum stað og í sumar munu nokkrir af helstu myndlistarmönnum landsins heiðra galleríið með nærveru sinni, að sögn Ólafs Jónssonar ferðaþjónustubónda í Lónkoti.

Sem fyrr er margt að sjá og skoða, veitinga- og gistihúsin eru að stofni gömul útihús og golfvöllur staðarins var áður tún.

Nýbúið er að breyta gamla súrheysturninum í útsýnisturn og þaðan gefur að líta hluta af perlum Skagafjarðar, Drangey, Málmey og Þórðarhöfða.

Af viðburðum í sumar má nefna lifandi tónlist allar helgar, afmæliskaffi ferðaþjónustunnar milli 14 og 17 hinn 1. júlí og fyrirlestur um myndlist Sölva Helgasonar hinn 16. ágúst klukkan 20.

Í Tjaldi galdramannsins verður Markaður í sveitinni þrjá sunnudaga frá 13-18, eða 24. júní, 29. júlí og 26. ágúst.