TILRAUN var gerð til vopnaðs ráns í söluturninum Spesíunni í Garðabæ um tíuleytið í fyrrakvöld. Grímuklæddur maður kom inn í söluturninn og ógnaði starfsfólki með hnífi, en að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði er ekki vitað hvers vegna maðurinn hætti við.
TILRAUN var gerð til vopnaðs ráns í söluturninum Spesíunni í Garðabæ um tíuleytið í fyrrakvöld. Grímuklæddur maður kom inn í söluturninn og ógnaði starfsfólki með hnífi, en að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði er ekki vitað hvers vegna maðurinn hætti við. Hans er nú leitað af lögreglunni.

Þá var ölvun einnig nokkuð áberandi í Hafnarfirði og voru nokkrir færðir í fangageymslur um tíma og töluverður erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í fyrrinótt vegna ölvunar. Alls gistu sextán manns í fangageymslum í fyrrinótt, flestir vegna ölvunar á almannafæri og pústra.

Skemmdarverk voru unnin í Hafnarfirði þegar átján rúður voru brotnar í Rafha-húsinu við Lækjargötu seint í fyrrakvöld. Lögregla hafði hendur í hári tveggja drengja sem játuðu á sig skemmdarverkin og telst málið upplýst.