HÆGT er að útbúa bíla með öndunarmæli, sem tengdur er við ræsibúnaðinn og kemur þessi búnaður í veg fyrir ölvunarakstur.
HÆGT er að útbúa bíla með öndunarmæli, sem tengdur er við ræsibúnaðinn og kemur þessi búnaður í veg fyrir ölvunarakstur. Búnaðurinn er þróaður af kanadíska fyrirtækinu Guardian Interlock og hefur þegar verið tekinn í notkun þar í landi og einnig í Bandaríkjunum og Svíþjóð. Aðrar þjóðir, eins og t.a.m. Bretar, íhuga nú að taka búnaðinn í notkun. Stjórnvöld í Bretlandi hafa sagt að verið sé að skoða hagkvæmni þessa búnaðar og væntanleg viðbrögð almennings við notkun hans, en ef til kæmi yrði búnaðinum í fyrstu einvörðungu komið fyrir í bílum þeirra sem hafa orðið uppvísir að akstri undir áhrifum áfengis.