RÓBERT H. Haraldsson, heimspekingur, heldur fyrirlestur í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands sem hann nefnir "Sannleikur og heimild: Einstök vandamál eða almennt klúður", þriðjudaginn 5. júní.
RÓBERT H. Haraldsson, heimspekingur, heldur fyrirlestur í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands sem hann nefnir "Sannleikur og heimild: Einstök vandamál eða almennt klúður", þriðjudaginn 5. júní. Fundurinn fer fram í stóra sal Norræna hússins, hann hefst kl. 12:05 og lýkur stundvíslega kl. 13:00.

Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um sögu og er aðgangur ókeypis.

Í fyrirlestrinum verður rætt um gagn og ógagn heimspekilegrar umræðu um heimildir, minningar og staðreyndir. Tekin verða nokkur dæmi af því hvernig slík umræða getur leitt menn í ógöngur, sem torratað er úr. Róbert H. Haraldsson er doktor í heimspeki frá Háskólanum í Pittsburgh í Bandaríkjunum. Hann hefur fengist við kennslu og rannsóknir á Íslandi síðan 1992 og gegnir nú stöðu lektors við heimspekiskor Háskóla Íslands.