Athugasemd Júlíus Hafstein borgarfulltrúi hafði samband við blaðið vegna fréttar sem kom s.l. sunnudag og vildi gera eftirfarandi athugasemd: Engin ákvörðun liggur fyrir mér vitandi um stofnun sérstaks fyrirtækis um almenna neyðarþjónustu með þátttöku...

Athugasemd Júlíus Hafstein borgarfulltrúi hafði samband við blaðið vegna fréttar sem kom s.l. sunnudag og vildi gera eftirfarandi athugasemd: Engin ákvörðun liggur fyrir mér vitandi um stofnun sérstaks fyrirtækis um almenna neyðarþjónustu með þátttöku borgarinnar, eins og fram kom í umræddri frétt, sem höfð var eftir Hrólfi Jónssyni varaslökkviliðsstjóra. Svipuð þjónusta er veitt af einkafyrirtækjum, s.s. Securitas og Vara, og hefur borgin átt viðskipti við þau fyrirtæki. Það er ekki stefna sjálfstæðismanna í borgarstjórn að stofna fyrirtæki til að fara í samkeppni við einkafyrirtæki á þessu sviði, heldur ber að kanna hvort þessi fyrirtæki geti tekið að sér þá þjónustu sem um er rætt.