Olíufélagið hf.: Geir Magnússon ráðinn framkvæmdastjóri GEIR Magnússon, bankastjóri í Samvinnubankanum, var ráðinn framkvæmdastjóri Olíufélagsins hf. á stjórnarfundi í fyrirtækinu í gær.

Olíufélagið hf.: Geir Magnússon ráðinn framkvæmdastjóri

GEIR Magnússon, bankastjóri í Samvinnubankanum, var ráðinn framkvæmdastjóri Olíufélagsins hf. á stjórnarfundi í fyrirtækinu í gær.

Geir tekur við af Vilhjálmi Jónssyni, sem hefur verið framkvæmdastjóri í 32 ár, en lætur nú af störfum fyrir aldurs sakir. Geir 49 ára. Hann er kvæntur Kristínu Björnsdóttur og eiga þau þrjú börn.