SJÖTTA norræna þingið um hjartaendurhæfingu verður haldið í Reykjavík á vegum félags fagfólks um hjarta- og lungnaendurhæfingu, FHLE, dagana 14.-16. júní.

SJÖTTA norræna þingið um hjartaendurhæfingu verður haldið í Reykjavík á vegum félags fagfólks um hjarta- og lungnaendurhæfingu, FHLE, dagana 14.-16. júní.

Á þinginu, sem haldið er á ensku, verður fjallað um endurhæfingu hjartasjúklinga frá ýmsum sjónarhólum, enda um þverfaglega ráðstefnu að ræða. Fjöldi erinda er á dagskránni og margir fræðimenn á sviði hjartaendurhæfingar bæði af Norðurlöndunum, frá öðrum Evrópulöndum og Bandaríkjunum flytja erindi á þinginu. Meðal umfjöllunarefna er nýjungar í þjálfun hjartasjúklinga, en þvert á fyrri trú manna hefur gagnsemi þjálfunar hjá fólki með hjartabilun verið staðfest. Forvarnir verða einnig til umræðu og þar á meðal nýjar rannsóknir um tengsl depurðar og félagslegrar einangrunar á hjartasjúkdóma. Íslenskar rannsóknir um áhrif hjartaskurðaðgerða og þjálfunar hjartabilaðra verða kynntar á þinginu, segir í fréttatilkynningu.

Þingið er ætlað öllum heilbrigðisstéttum sem koma að meðferð, endurhæfingu og forvarnarstarfi hjartasjúkdóma. Nánari upplýsingar og dagskrá þingsins er að finna á heimasíðunni: www.tv.is/mbe.