ÝMSAR hagræðingaraðgerðir standa nú yfir hjá fyrirtækjum Baugs. Leiða þær meðal annars til fækkunar á 70 stöðugildum hjá fyrirtækjunum en alls starfa hjá þeim um 1.800 manns. Jón Björnsson, framkvæmdastjóri Baugs-Ísland, en undir það fellur m.a.

ÝMSAR hagræðingaraðgerðir standa nú yfir hjá fyrirtækjum Baugs. Leiða þær meðal annars til fækkunar á 70 stöðugildum hjá fyrirtækjunum en alls starfa hjá þeim um 1.800 manns.

Jón Björnsson, framkvæmdastjóri Baugs-Ísland, en undir það fellur m.a. allur verslunarrekstur á Íslandi í matvöru og sérvöru, 70 verslanir, tjáði Morgunblaðinu að ýmsar hagræðingar- og framleiðniaukandi aðgerðir stæðu nú yfir hjá Baugi. Sagði hann þær meðal annars fela í sér að fækka þurfi stöðugildum í sumum fyrirtækjanna en stöðugildum fækkar alls um 70. Ekki þarf þó að segja upp 70 starfsmönnum heldur sagði Jón mögulegt að flytja menn til í starfi og að fækkunin gerðist líka með því að ráða ekki nýja starfsmenn fyrir þá sem hætta hjá fyrirtækjunum.