"NOKKRIR þekktir veikleikar í Internet Explorer veikja til muna öryggi þeirra sem ferðast um á Netinu og gera utanaðkomandi aðilum kleift að ná sambandi við tölvuna. Meðal þess sem óviðkomandi aðilar geta gert er að stela upplýsingum af tölvunni.

"NOKKRIR þekktir veikleikar í Internet Explorer veikja til muna öryggi þeirra sem ferðast um á Netinu og gera utanaðkomandi aðilum kleift að ná sambandi við tölvuna. Meðal þess sem óviðkomandi aðilar geta gert er að stela upplýsingum af tölvunni. Mögulegt er t.d. að taka allt það sem liggur á klippiborði (clipboard), stela auðkenniskökum, bæta við, breyta eða stela skrám o.fl. Á vefsíðu Arcis www.arc.is er nú á einfaldan hátt hægt að gera prófun á því hvort tölvan sé með einhverjum af þessum þekktu veikleikum og einnig koma fram leiðbeiningar um hvernig hægt er að lagfæra þá. Einfaldasta leiðin er þó oftast að vera með einkaeldvegg á tölvunni sem á að tryggja að óviðkomandi hafi ekki aðgang að henni," segir í fréttatilkynningu frá Arcis.