Frá afhendingu minningargjafarinnar í Glerárkirkju.
Frá afhendingu minningargjafarinnar í Glerárkirkju.
FÉLAGAR í Kiwanisklúbbnum Emblu á Akureyri gáfu á dögunum 100 þúsund krónur til minningar um Lilju Sigurjónsdóttur, fyrrverandi félaga í klúbbnum, en hún lést í aprílmánuði síðastliðnum.

FÉLAGAR í Kiwanisklúbbnum Emblu á Akureyri gáfu á dögunum 100 þúsund krónur til minningar um Lilju Sigurjónsdóttur, fyrrverandi félaga í klúbbnum, en hún lést í aprílmánuði síðastliðnum.

Ákveðið var að styrkja Kvenfélagið Baldursbrá vegna minningarsjóðs Júditar Sveinsdóttur. Andvirði sjóðsins fer til kaupa á steindum gluggum í Glerárkirkju. Þess má geta að Kiwanisklúbburinn Embla á Akureyri varð 10 ára 25. apríl sl.