*TILKYNNT hefur verið að Brasilía fái aukna lánsábyrgð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, IMF, er nemur 30 milljörðum dollara, eða rúmlega 2.500 milljörðum króna. IMF hefur aldrei fyrr veitt svo stórt lán.

*TILKYNNT hefur verið að Brasilía fái aukna lánsábyrgð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, IMF, er nemur 30 milljörðum dollara, eða rúmlega 2.500 milljörðum króna. IMF hefur aldrei fyrr veitt svo stórt lán.

*GONZALO Sanchez de Losada, auðugur kaupsýslumaður sem ólst upp í Bandaríkjunum, var kjörinn forseti Bólivíu öðru sinni.

*SKURÐLÆKNUM í Bandaríkjunum tókst á þriðjudag að aðskilja eins árs tvíburasystur sem voru með samvaxin höfuð. Aðgerðin, sem var mjög áhættusöm, tók 20 klukkustundir.

*ÞRÍR biðu bana á föstudag þegar þrír menn köstuðu handsprengjum að spítalakapellu kristinna manna í bænum Taxila, ekki langt frá Islamabad, höfuðborg Pakistans. Einn árásarmanna féll einnig.

*MIKIL spenna hljóp í samskipti Kína og Taívans eftir að Chen Shui-bian, forseti Taívans, gaf til kynna að hann vildi boða þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði landsins. Kínverjar brugðust ókvæða við og varð það til þess að Taívanar drógu í land.

*TALA atvinnulausra í Þýskalandi fór aftur yfir fjórar milljónir í júlí og þykir það draga mjög úr möguleikum Gerhards Schröders kanslara á að ná endurkjöri í þingkosningunum í haust.