HYUNDAI ætlar nú að slá keppinautum sínum við hvað varðar þjónustu með því að bjóða fimm ára ábyrgð á bílum sínum. Slík ábyrgð verður þó ekki í boði hér á landi í bili heldur einvörðungu í Bretlandi fyrst um sinn.
HYUNDAI ætlar nú að slá keppinautum sínum við hvað varðar þjónustu með því að bjóða fimm ára ábyrgð á bílum sínum. Slík ábyrgð verður þó ekki í boði hér á landi í bili heldur einvörðungu í Bretlandi fyrst um sinn. Verði árangurinn góður má þó búast við að ábyrgðin verði boðin í fleiri löndum. Búist er við að ábyrgðin auki endursöluverðmæti notaðra Hyundai-bifreiða þar sem hún er boðin óháð eknum kílómetrum. Ábyrgð Huyndai-bíla á Íslandi er nú þrjú ár óháð eknum kílómetrum.