[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
ÉG VAR að hlusta á Útvarp Sögu einn morguninn. Í þáttinn hringdi kona sem sagði farir sínar ekki sléttar varðandi heilbrigðiskerfið.

ÉG VAR að hlusta á Útvarp Sögu einn morguninn. Í þáttinn hringdi kona sem sagði farir sínar ekki sléttar varðandi heilbrigðiskerfið. Hún þurfti að láta skipta um mjaðmarlið og þegar hún loks komst í aðgerðina, eftir nokkurra ára bið, hafði hin mjöðmin gefið sig vegna langvarandi aukins álags. Í dag er konan öryrki, en hún sagðist í þættinum alltaf hafa unnið mikið og vera mjög ósátt við það hvernig komið er fyrir henni.

Biðlistar eftir læknisþjónustu eru samfélaginu mjög dýrir, fyrir utan ómældar þjáningar sem fólk þarf að líða. Kona ein sem ég þekki, sem á aldraðan og mjög veikan föður, sagðist ekki hafa komist í vinnu í lengri tíma vegna þess að hún þarf að sitja sólarhringsvakt í hlutverki hjúkrunarfræðings og sjúkraliða til að hugsa um föður sinn. Hún sagði að ekki hefði verið nokkur leið að koma honum á sjúkrahús, og að ansi hart væri í þessu ríka landi að ekki væri hægt að halda opnu sjúkrahúsi svo vel færi.

Hún er aldeilis ekki ein um að þurfa að huga um veika ættingja heima fyrir, jafnvel eru dæmi þess að sjúklingar verða að hugsa um aðra sjúklinga sem eru enn veikari. Fólk er sent heim, slasað eða veikt, til að vera eitt heima þótt það sé ekki fært um það.

Kona sem slasaðist illa á öxl kvartaði yfir því að hún hefði farið aftur á sjúkrahúsið þar sem hún sagðist hvorki geta lagst út af eða risið upp hjálparlaust því hún finndi svo til. Henni var þá svarað að bragði að hún ætti einfaldlega að sofa í stól!

Það er með ólíkindum hvað fólki er á stundum sýnt mikil lítilsvirðing. Þó eitthvað komi fyrir eigum við ekki að þurfa að upplifa okkur sem félagslegt vandamál.

Það eru kosningar næsta vor. - Hugsum okkur vel um áður en við greiðum atkvæði.

Sigrún Á. Reynisdóttir.

Munir á hlutaveltu

KONA í Hafnarfirði vill koma því á framfæri að hún á til dót á tombólu fyrir duglega krakka. Munina má nálgast í síma 5554215.

Armband týndist

GULL-LITAÐ armband týndist, líklegast í Smáranum eða á Selfossi. Úr armbandinu standa litlar kúlur með nk. snúningi á milli. Finnandi hringi e.kl. 17 í síma 5578807. Fundarlaun.

Sérstaklega góður köttur

ÞRIGGJA ára kisa óskar eftir nýju heimili. Hún er svört með hvítan blett á bringunni, góð við alla og kattþrifin. Hún heitir Evíta og er með eindæmum góður köttur. Áhugasamir hafi samband í síma 5655935 eða 5651826.

Krúttlegir kettlingar

NÍU vikna kassavanir kettlingar, ljúfir og sætir, fást gefins. Kettlingarnir eru barnvanir og óttaleg yndi. Áhugasamir hringi í 5653076 eða 8628670.

Ástríkt heimili óskast

TVEIR fallegir 10 vikna högnar eru að leita sér að nýju heimili. Þeir eru báðir kassavanir og miklar kelirófur. Dýravinir sem vilja veita þeim gott heimili hafi samband í síma 6969979.

Dokka er týnd

HÚN Dokka týndist frá Húsdýragarðinum fyrir verslunarmannahelgi. Hún er fimm ára, smávaxin, grábröndótt og sérlega loðin og sæt. Hennar er sárt saknað og eru þeir sem kunna að vita af ferðum hennar beðnir að hafa samband í síma 5757800 eða 8227811.

Hvar er kisa?

ÞESSI kisa týndist frá Krummahólum fyrir um tveimur vikum. Hún er tvílit, svört og hvít og ákaflega sárt saknað. Þeir sem vita til ferða hennar eru beðnir að láta vita í síma 5553480 eða 8941567.

Marglitur kettlingur

ÞRIGGJA mánaða gamall, marglitur kettlingur er að leita sér að góðu heimili. Hann er marglitur og afskaplega fallegur köttur. Hjartagóðir dýravinir mega nálgast kisa í síma 8202658.

Hringdu aftur vegna páfagauks

KONA sem hringdi til að spyrjast fyrir um gulan páfagauk í Breiðholtinu 9. ágúst er beðin að hafa samband aftur í síma 5874281.