SAPARMURAT Niyazov, lífstíðarforseti Miðasíuríkisins Túrkmenístans, hefur ákveðið að ekki verði efnt til forsetakosninga í landinu og virðist nú ljóst að hann muni því gegna embættinu til æviloka.

SAPARMURAT Niyazov, lífstíðarforseti Miðasíuríkisins Túrkmenístans, hefur ákveðið að ekki verði efnt til forsetakosninga í landinu og virðist nú ljóst að hann muni því gegna embættinu til æviloka.

"Við höfum rætt málið og komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé nauðsynlegt að efna til forsetakosninga," sagði hinn 62 ára gamli Niyazov á árlegum fundi í svonefndu þjóðarráði landsmanna. Hann hefur stjórnað landinu með harðri hendi síðan hann varð leiðtogi kommúnistaflokks landsins árið 1985.

Um 2.000 fulltrúar á fundi ráðsins fögnuðu innilega ákvörðun Niyazovs en fundinum var sjónvarpað beint. Margir áhrifamenn þjóðarinnar höfðu hvatt Niyazov eindregið til að láta ekki fara fram kosningar.

Ashkhabad. AFP.