Hestar hafa alltaf verið stór hluti af lífi Íslendinga. Fyrst auðvitað sem þarfasti þjónninn, en nú á dögum hafa ótrúlega margir áhuga á hestamennsku, bæði til að keppa og svo bara til að ríða úti í náttúrunni í rólegheitunum.
Það er því líklegt að margir krakkar hafi góða hestasögu að senda í ritsamkeppni Barnablaðs Moggans, annaðhvort alvörusögu eða ímyndaða. Og þeir sem aldrei hafa komið nálægt hesti spinna bara upp eina sögu á augabragði. Ekki satt?
Keppnisreglur
1) Sagan á ekki að vera rosalega löng ... en samt ekki of stutt! Í mesta lagi 250 orð.
2) Gott er ef höfundur getur sent inn mynd með sögunni sem hann eða vinur hans teiknaði. Það er þó ekki nauðsynlegt.
3) Sendið söguna á:
Barnablað Moggans
- Hestasaga -
Kringlunni 1
103 Reykjavík
eða á barn@mbl.is fyrir 18. ágúst . Munið að láta fullt nafn og heimilisfang fylgja sögunni.
4) Sérstök dómnefnd og Barnablaðið tilkynna vinningshafa 25. ágúst og þeir fá verðlaunin send heim til sín.