GUÐMUNDUR Hauksson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, segir aðspurður að stofnfjáreigendur njóti sérstakra viðskiptakjara hjá sparisjóðnum.

GUÐMUNDUR Hauksson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, segir aðspurður að stofnfjáreigendur njóti sérstakra viðskiptakjara hjá sparisjóðnum. "Stofnfjáreigendurnir eru flestir hverjir mjög góðir viðskiptavinir og á þeim grundvelli hafa þeim verið boðin sérstök kjör, þau sömu og okkar bestu viðskiptavinir fá." Guðmundur segir að þeir njóti t.d. sérstakra kjara við meðferð á krítarkortum og enn fremur í vaxtakjörum.

Inntur eftir því hvort þessir stofnfjáreigendur myndu halda sínum sérkjörum áfram yrði sparisjóðnum breytt í hlutafélag segir Guðmundur að svo myndi verða. "Það yrði haldið með svipuðum hætti utan um hlutina og áður," segir hann, enda yrðu stofnfjáreigendurnir áfram meðal traustustu viðskiptavina sparisjóðsins. "Þeir fengju því áfram meðhöndlun samkvæmt því."