SÖNGUR og píanó eru í aðalhlutverki á tónleikum sem haldnir verða þriðjudagskvöld kl. 20.30 í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar.

SÖNGUR og píanó eru í aðalhlutverki á tónleikum sem haldnir verða þriðjudagskvöld kl. 20.30 í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar. Hulda Björk Garðarsdóttir og Sigríður Aðalsteinsdóttir syngja hvor í sínu lagi og einnig saman, en þeim til fulltingis er Daníel Þorsteinsson píanóleikari.

Á efnisskránni verða Söngvar förusveinsins eftir Gustav Mahler, Þrjú ljóð Ófelíu og fleiri lög eftir Richard Strauss og dúettar eftir Johannes Brahms.