Á FUNDI bæjarráðs Árborgar, fimmtudaginn 1. ágúst 2002, var skipuð nefnd vegna 150 ára afmælis Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.

Á FUNDI bæjarráðs Árborgar, fimmtudaginn 1. ágúst 2002, var skipuð nefnd vegna 150 ára afmælis Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Nefndina skipa eftirtaldir:

Ragnheiður Hergeirsdóttir, formaður, Óskar Magnússon, Theodor Guðjónsson, Kristín Eiríksdóttir og Sigurður Steindórsson.

Nefndinni til aðstoðar eru Þorlákur Helgason fræðslustjóri, Arndís Harpa Einarsdóttir skólastjóri og Sverrir Sveinn Sigurðarson deildarstjóri.

Nefndin hefur þegar komið saman til fundar. Afmæli skólans er 25. október næstkomandi.