Ósk Vilhjálmsdóttir ásamt hornfirskum börnum koma fyrir verki í Miðbæ á Höfn í Hornafirði.
Ósk Vilhjálmsdóttir ásamt hornfirskum börnum koma fyrir verki í Miðbæ á Höfn í Hornafirði.
Á HÖFN í Hornafirði hefur verið opnuð fjölþjóðleg listsýning, Camp-Hornafjörður. 25 myndlistarmenn frá Íslandi, Danmörku, Þýskalandi og Englandi sýna verk sín, sem eru unnin sérstaklega fyrir sýninguna.

Á HÖFN í Hornafirði hefur verið opnuð fjölþjóðleg listsýning, Camp-Hornafjörður. 25 myndlistarmenn frá Íslandi, Danmörku, Þýskalandi og Englandi sýna verk sín, sem eru unnin sérstaklega fyrir sýninguna. Verkin eru ýmist staðsett utan- eða innandyra vítt og breitt um bæinn. Höfundar verkanna eru Alda Sigurðardóttir, Anna Eyjólfsdóttir, Anna Líndal, Dieter Kunz, Finna Birna Steinsson, Finnbogi Pétursson, Fjölnir Hlynsson, Gunnhildur Jónsdóttir, Hanne Godtfeldt, Hannes Lárusson, Helga Erlendsdóttir, Hlynur Hallsson, Inga Jónsdóttir, John Krogh, Mette Dalsgård, Morten Tillitz, Nanna Gro Henningsen, Ósk Vilhjálmsdóttir, Pétur Kristjánsson, Richard Annely, Sigurður Mar Halldórsson, Steinunn H. Sigurðardóttir, Þorvaldur Þorsteinsson, Þór Vigfússon og Þuríður Elfa Jónsdóttir. Skipuleggjendur sýningarinnar eru Inga Jónsdóttir, Sigurður Mar Halldórsson og Helga Erlendsdóttir.

Camp er alþjóðlegt heiti fyrir búðir í merkingunni bráðabirgðadvalarstaður, en getur einnig verið skammstöfun fyrir Contemporary Artist Meeting Place, sem þýða má: Fundarstaður nútíma myndlistarmanna. Camp-Hornafjörður er sjálfstætt framhald af Camp-Lejre-sýningunni sem haldin var í Danmörku sl. sumar og lögð hafa verið drög að næstu Camp-sýningu í Þýskalandi að ári.

Sýningin á Höfn mun standa til 1. september og á staðnum eru greinargóðar upplýsingar um staðsetningu hinna ýmsu verka. Hægt er að fylgjast með sýningunni á slóðinni www.camp2.is.