Í jóska bænum Skive í Danmörku er boðið upp á sjóræningjaferð í hundrað ára seglskipi. Ferðin tekur þrjár klukkustundir og maður fær að reyna hvernig sjóræningjar fyrri tíðar báru sig að við að stýra seglskipi í leit að földum fjársjóðum.
Í jóska bænum Skive í Danmörku er boðið upp á sjóræningjaferð í hundrað ára seglskipi. Ferðin tekur þrjár klukkustundir og maður fær að reyna hvernig sjóræningjar fyrri tíðar báru sig að við að stýra seglskipi í leit að földum fjársjóðum. Sjóræningjaferðin er á morgnana en á kvöldin er sigld sólseturssjóferð og um miðjan dag er farin strandsigling. Fyrir landkrabba sem aðeins hafa áhuga á að fá smjörþefinn af siglingum er hægt að kaupa vel útilátna matarkörfu á upplýsingamiðstöðinni í Skive og borða hádegismat um borð í seglskipinu á meðan landfestar eru tryggilega bundnar.
*Nánari upplýsingar er að finna á ensku, dönsku og þýsku á vefslóðinni www.skive-egnen.dk Hægt er að panta sjóræningjaferð hjá SKIVE-EGNEN Østerbro 7, DK - 7800 Skive Sími: 0045 9752 3266 Fax: 0045 9752 8831 Tölvupóstfang: turist@skive-egnen.dk