* SPÆNSKA deildarkeppnin í knattspyrnu er sú sterkasta í heiminum ef marka má niðurstöður samtaka alþjóða talnafræðinga og sagnfræðinga á knattspyrnusviðinu. Spænska 1.

* SPÆNSKA deildarkeppnin í knattspyrnu er sú sterkasta í heiminum ef marka má niðurstöður samtaka alþjóða talnafræðinga og sagnfræðinga á knattspyrnusviðinu. Spænska 1. deildin er þar í efsta sæti eins og tvö undanfarin ár, enska úrvalsdeildin kemur í öðru sæti, ítalska A-deildin í þriðja sæti, þýska Bundesligan kemur í fjórða sæti og í fimmta sæti yfir sterkustu deildir í heimi er argentínska 1. deildin.

* FRANSKI miðvallarleikmaðurinn Oliver Dacourt gengur að öllum líkindum til liðs við ítalska liðið Roma í vikunni. Leeds keypti Dacourt frá Lens fyrir þremur árum á 7,2 milljónir punda en líklegt er að Roma greiði 6 milljónir punda fyrir Frakkann, sem er 27 ára gamall.

* ALEX Ferguson , stjóri Manchester United , reiknar með að geta teflt fram Juan Sebastian Veron og Ole Gunnar Solskjær í fyrri undanúrslitaleiknum á móti Blackburn í ensku deildabikarkeppninni á Old Trafford í kvöld.

* VERON og Solskjær hafa átt við meiðsl að stríða en eru að braggast. Roy Keane verður líklega ekki með en hann tognaði lítils háttar í leiknum við Portsmouth á laugardaginn.

* ÞÓRÐUR Guðjónsson og félagar hans í þýska úrvalsdeildarliðinu Bochum fá góðan liðsstyrk á næstunni en nígeríski landsliðsmaðurinn Sunday Oliseh er á leið til Bochum frá meisturum Dortmund .

* SEX Afríkuþjóðir hafa lýst yfir áhuga á að fá að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu árið 2010. Þjóðirnar sem um ræðir eru: Egyptaland , Líbýa , Marokkó , Nígería , S-Afríka og Túnis . Á miðju næsta ári mun Alþjóða knattspyrnusambandið ákveða hvar keppnishaldið verður og er fastlega búist við því að Afríka verði fyrir valinu en HM hefur aldrei farið fram í Afríku .