Beggubúð komið fyrir á nýja staðnum við hús Bjarna Sívertsens og er húsið nú orðið hluti af verslunarminjasafni Hafnarfjarðar.
Beggubúð komið fyrir á nýja staðnum við hús Bjarna Sívertsens og er húsið nú orðið hluti af verslunarminjasafni Hafnarfjarðar.
BEGGUBÚÐ, eða Verslun Bergþóru Nýborg sem áður stóð við Strandgötu í Hafnarfirði, var á dögunum flutt frá geymslusvæði Þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðar við Hringhellu og sett niður norðan við hús Bjarna Sívertsens.

BEGGUBÚÐ, eða Verslun Bergþóru Nýborg sem áður stóð við Strandgötu í Hafnarfirði, var á dögunum flutt frá geymslusvæði Þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðar við Hringhellu og sett niður norðan við hús Bjarna Sívertsens. Þar verður Beggubúð ásamt Sívertsenshúsi hluti af verslunarminjasafni á vegum Byggðasafnsins, segir í frétt á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar. Beggubúð var upphaflega reist árið 1906 fyrir vefnaðarvöruverslun Egils Jacobsens. Þann 22. september árið 1937 urðu eigendaskipti er frú Bergþóra Nýborg tók við verslunarrekstrinum en sem fyrr var verslað með fatnað og prjónagarn. Árið 1959 tók Vigdís Madsen við versluninni en áhersla á verslun með álnavöru og prjónagarn hélst allt fram til ársins 2000 þegar verslunarrekstri var hætt.

"Flutningurinn gekk eins og í sögu og var húsið komið á sinn stað upp úr hádegi [4. janúar] og þar mun þetta tæplega hundrað ára gamla hús standa um ókomna framtíð," segir í fréttinni.