Í Rauða húsinu á Eyrarbakka er nú rekinn samnefndur veitingastaður. "Hús þetta var byggt árið 1880 yfir gamla barnaskólann á Eyrarbakka, á þeim tíma bjuggu um 1000 manns hér á Eyrarbakka en þá bjuggu í Reykjavík um 5000 manns.

Í Rauða húsinu á Eyrarbakka er nú rekinn samnefndur veitingastaður.

"Hús þetta var byggt árið 1880 yfir gamla barnaskólann á Eyrarbakka, á þeim tíma bjuggu um 1000 manns hér á Eyrarbakka en þá bjuggu í Reykjavík um 5000 manns. Eyrarbakki var miðstöð samskipta við umheiminn öldum saman eins og menn kannski vita, " segir Ingi Þór Jónsson veitingamaður.

"Rekinn var barnaskóli í þessu húsi til ársins 1913 en þá urðu þáttaskil. Gunnar Jónsson húsasmiður keypti húsið og að ósk kaupmanna á Eyrarbakka rak hann gistihús og greiðasölu í því um áratugaskeið.

Meðal gesta var t.d. Halldór Laxness. Hann var í fæði í þessu húsi sumarið 1945 þegar hann gerði uppkast að þriðja bindi Íslandsklukkunnar, Eldur í Kaupinhafn.

Frá 1960 stóð húsið autt allt til ársins 1987 er Bergljót Kjartansdóttir myndlistarmaður keypti það og lagfærði. Veitingarekstur hófst að nýju 1992, Kaffi Lefoli hóf sinn rekstur 1995 en Rauða húsið hefur verið með veitingarekstur þarna sl. tvö ár.