TVEIR menn 20 og 25 ára, hafa verið dæmdir í fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir innbrot í gullsmíðaverslun í Hafnarfirði. Sá yngri hlaut 15 mánaða fangelsi, þar af voru 12 mánuðir skilorðsbundnir, en sá eldri var dæmdur í sjö mánaða fangelsi.

TVEIR menn 20 og 25 ára, hafa verið dæmdir í fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir innbrot í gullsmíðaverslun í Hafnarfirði. Sá yngri hlaut 15 mánaða fangelsi, þar af voru 12 mánuðir skilorðsbundnir, en sá eldri var dæmdur í sjö mánaða fangelsi.

Mennirnir brutu sér leið inn í verslunina og stálu 48 skartgripum aðfaranótt jóla 2001. Var verð skartgripanna metið 2,8 milljónir króna. Báðir eiga mennirnir talsverðan sakarferil að baki. Þar sem sá yngri er hættur neyslu fíkniefna, er í sambúð og á von á barni auk þess sem hann stefnir á nám, ákvað dómurinn að fresta fullnustu refsingar 12 af 15 mánaða fangelsisrefsingu í þrjú ár.