Jean-Claude Trichet (t.v.) og Jacques de la Rosiere (t.h.), fv. seðlabankastjóri, koma út úr réttarsal í París í gær.
Jean-Claude Trichet (t.v.) og Jacques de la Rosiere (t.h.), fv. seðlabankastjóri, koma út úr réttarsal í París í gær.
JEAN-Claude Trichet, seðlabankastjóri Frakklands, kom í gær fyrir rétt í áratugar gömlu hneykslismáli sem snýst um bókhaldssvindl Credit Lyonnais-bankans, sem var þá í ríkiseigu.

JEAN-Claude Trichet, seðlabankastjóri Frakklands, kom í gær fyrir rétt í áratugar gömlu hneykslismáli sem snýst um bókhaldssvindl Credit Lyonnais-bankans, sem var þá í ríkiseigu. Að Trichet skuli vera flæktur í þetta mál kann að hindra að hann verði næsti aðalbankastjóri Seðlabanka Evrópu, eins og áformað hafði verið.

Trichet er ásamt átta öðrum frönskum bankamönnum og fjármálasérfræðingum ákærður fyrir að hafa átt aðild að meintri yfirhylmingu yfir tap sem varð á háum fjárhæðum er franski ríkissjóðurinn hljóp undir bagga með Credit Lyonnais í byrjun tíunda áratugarins, er bankinn átti í miklum rekstrarerfiðleikum. Á þeim tíma var Trichet einn af æðstu mönnum franska fjármálaráðuneytisins, en hans deild bar m.a. ábyrgð á eftirliti með ríkisreknum fyrirtækjum. Trichet neitar öllum sakargiftum. Réttarhaldið tekur um sex vikur.

París. AFP, AP.