Sigurður Bjarnason
Sigurður Bjarnason
"ÉG fer í aðgerðina þann 6. mars næstkomandi. Hana gerir dr.
"ÉG fer í aðgerðina þann 6. mars næstkomandi. Hana gerir dr. Hallmayer sem er landsliðslæknir Þjóðverja svo ég ætti að vera í góðum höndum," sagði Sigurður Bjarnason, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður þýska liðsins Wetzlar, við Morgunblaðið en eins og fram hefur komið er hann með slitið krossband í hné og leikur ekki meira á yfirstandandi leiktíð.

Siguður segist ekki vera búinn að taka neina ákvörðun hvað næsta tímabil varðar.

"Það eru mestar líkur á að ég komi heim en það eru samt nokkrir möguleikar í Þýskalandi og einn af þeim er að ég verði áfram hjá Wetzlar því félagið hefur lagt hart að mér að halda áfram. Ég mun þó sennilega ekki gera upp hug minn fyrr en eftir aðgerðina."