FLUGMÁLASTJÓRN ákvað síðdegis í gær að kyrrsetja allar litlar flugvélar í landinu eftir að við eftirlit á Reykjavíkurflugvelli kom í ljós að bensín sem notað er á vélarnar uppfyllti ekki gæðakröfur.
FLUGMÁLASTJÓRN ákvað síðdegis í gær að kyrrsetja allar litlar flugvélar í landinu eftir að við eftirlit á Reykjavíkurflugvelli kom í ljós að bensín sem notað er á vélarnar uppfyllti ekki gæðakröfur. Ákvörðun um frekari aðgerðir verður tekin um hádegi í dag eftir að Flugmálastjórn hefur kannað eldsneyti vélanna víðar um land. Engin vél sem kyrrsetningin á við um var í flugi þegar tilkynningin barst.

Bannið á við bensíndrifnar vélar, þ.e. vélar sem nota ekki þotueldsneyti. Það eru m.a. flugvélar Flugfélags Vestmannaeyja, Jórvíkur og fleiri lítilla flugfélaga svo og allar litlar einkavélar. Þær eru alls um 200.