Þátttakendur i ræðukeppninni f.v. Kornína B. Óskarsdóttir, Rannveig Benediktsdóttir, Anna Haukdal og sigurvegarinn Þórunn Snæbjarnardóttir.
Þátttakendur i ræðukeppninni f.v. Kornína B. Óskarsdóttir, Rannveig Benediktsdóttir, Anna Haukdal og sigurvegarinn Þórunn Snæbjarnardóttir.
ÁRLEG ræðukeppni Flugu, sem er deild innan ITC í Þingeyjarsýslu, var haldin nýlega en venja er að félagar fái að takast á við hin ýmsu málefni og var keppnin eins og oft áður jöfn og spennandi.
ÁRLEG ræðukeppni Flugu, sem er deild innan ITC í Þingeyjarsýslu, var haldin nýlega en venja er að félagar fái að takast á við hin ýmsu málefni og var keppnin eins og oft áður jöfn og spennandi.

Fjórir þátttakendur voru í keppninni: Anna Haukdal sem talaði um landnýtingu og landvernd, Kornína B. Óskarsdóttir sem talaði um orlofsferð húsmæðra, Rannveig Benediktsdóttir sem talaði um selveiði og Þórunn Snæbjarnardóttir sem hafði ræðuefnið "Ég mótmæli" þar sem talað var um það hvernig hægt er að koma mótmælum sínum á framfæri á mismundandi hátt. Keppendur höfðu 5-8 mínútna ræðutíma og tvær vikur til þess að undirbúa efnið.

Dómarar í keppninni voru allt fyrrverandi félagar í Flugu, þær Kristín Arinbjarnardóttir, Sigrún Ingvarsdóttir og Þórhildur Sigurðardóttir, en var Þórunn með flest stig í keppninni og því ótvíræður sigurvegari.

Fluga hefur starfað í Þingeyjarsýslu allt frá árinu 1985 og hafa mjög margir hlotið ómetanlega þjálfun innan deildarinnar í því að vinna með texta og koma máli sínu á framfæri við aðra. Allan veturinn er hist tvisvar í mánuði og hefur starfsemin gengið mjög vel. Núverandi forseti Flugu er Guðrún Sigurðardóttir í Hafralækjarskóla.