Þátttakendur í snjóbrettastökkkeppninni sem fram fer í Gilinu á Akureyri í kvöld ættu að fá ágætis lendingu því búið er að raða um 50 heyrúllum um áætlaðan lendingarstað en rúllurnar verða svo þaktar snjó úr Hlíðarfjalli. Þeir Jón Heiðar Andrésson t.v., Að
Þátttakendur í snjóbrettastökkkeppninni sem fram fer í Gilinu á Akureyri í kvöld ættu að fá ágætis lendingu því búið er að raða um 50 heyrúllum um áætlaðan lendingarstað en rúllurnar verða svo þaktar snjó úr Hlíðarfjalli. Þeir Jón Heiðar Andrésson t.v., Að
AÐSTANDENDUR snjóbrettagleðinnar á Akureyri nú um helgina hafa þurft að hafa töluvert fyrir því að byggja stökkpallinn í Gilinu á Akureyri en þar verður snjóbrettakeppni í kvöld kl. 21.00.
AÐSTANDENDUR snjóbrettagleðinnar á Akureyri nú um helgina hafa þurft að hafa töluvert fyrir því að byggja stökkpallinn í Gilinu á Akureyri en þar verður snjóbrettakeppni í kvöld kl. 21.00. Þeir hafa þó notið liðsinnis fjölmargra aðila og flestir verið tilbúnir til að leggja þeim lið, svo þessi atburður geti orðið að veruleika. Keppnisbrautin er samsett úr gámum, brettum, timbri og heyrúllum en ofanálagið verður ís og snjór, sem sóttur verður upp í Hlíðarfjall í dag. Finnst ýmsum það skrýtið að hægt sé að sækja í snjó upp í fjall, því þar hefur verið snjólaust meira og minna í vetur.