HÆSTIRÉTTUR hefur staðfesttveggja ára fangelsisdóm yfir Sixtusi Mbah Nto fyrir að hafa ásamt öðrum svikið um 12,2 milljónir út úr breskum bönkum, fyrir skjalafals og tilrauna til enn frekari fjársvika.
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfesttveggja ára fangelsisdóm yfir Sixtusi Mbah Nto fyrir að hafa ásamt öðrum svikið um 12,2 milljónir út úr breskum bönkum, fyrir skjalafals og tilrauna til enn frekari fjársvika. Hæstiréttur taldi að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að Sixtus hefði gerst sekur um þau brot sem honum voru gefin að sök, að hafa með fölsuðum millifærslubeiðnum og blekkingum svikið féð út úr bönkunum. Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari sótti málið en Björn Ólafur Hallgrímsson hrl. var til varnar. Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein.