FÉLAGAR úr ungmennafélaginu Vöku í Villingaholtshreppi frumsýnir í kvöld kl. 21 leikritið Gullna hliðið í félagsheimilinu Þjórsárveri. Kraftmikið starf hefur verið hjá félaginu gegnum árin bæði á íþrótta- og menningarsviðinu.
FÉLAGAR úr ungmennafélaginu Vöku í Villingaholtshreppi frumsýnir í kvöld kl. 21 leikritið Gullna hliðið í félagsheimilinu Þjórsárveri.

Kraftmikið starf hefur verið hjá félaginu gegnum árin bæði á íþrótta- og menningarsviðinu. Nokkuð er síðan þetta verk var síðast sýnt á Suðurlandi en þetta verk Davíðs Stefánssonar og efni þess er löngu orðið sígilt.

Leikstjóri er Gunnar Sigurðsson en með helstu hlutverk fara Valgerður Gróa Ingimundardóttir sem leikur kerlingu, Sigmar Örn Aðalsteinsson leikur Jón og Stefán Ólafsson lykla Pétur. Sýningar verða einnig 6., 10. og 12. apríl á sama tíma.