RÁÐGERT er að Loftleiðir, leiguflugsfyrirtæki Flugleiða, taki B767-breiðþotu í notkun 1. júlí næstkomandi í stað 1. nóvember eins og áður hafði verið ráðgert. Slík vél hefur ekki fyrr verið í rekstri hjá Flugleiðafyrirtækjum.
RÁÐGERT er að Loftleiðir, leiguflugsfyrirtæki Flugleiða, taki B767-breiðþotu í notkun 1. júlí næstkomandi í stað 1. nóvember eins og áður hafði verið ráðgert. Slík vél hefur ekki fyrr verið í rekstri hjá Flugleiðafyrirtækjum.

Jens Bjarnason flugrekstrarstjóri segir að samið hafi verið um leigu á vélinni í verkefni í Bretlandi frá 1. nóvember. Færi hafi hins vegar gefist á verkefnum frá Portúgal til borga í Brasilíu og Karíbahafinu og muni þau hefjast 1. júlí. Jens segir þjálfun milli B757 og 767 tiltölulega einfalda þar sem stjórnklefar séu sambærilegir. Hann segir að sjö til níu áhafnir þurfi til að reka B767-þotuna á því langflugi sem áætlað er en gerir ráð fyrir að fleiri verði þjálfaðir á þessa tegund ef fleiri verkefni reki á fjörurnar.