STARFSMANNAFÉLÖG Náttúrufræðistofnunar Íslands harma að komið hafi til uppsagna starfsmanna stofnunarinnar, segir í fréttatilkynningu frá þeim, en fimm starfsmönnum var sagt upp 27. febrúar sl. og einum til viðbótar sagt að hann fengi ekki endurráðningu.
STARFSMANNAFÉLÖG Náttúrufræðistofnunar Íslands harma að komið hafi til uppsagna starfsmanna stofnunarinnar, segir í fréttatilkynningu frá þeim, en fimm starfsmönnum var sagt upp 27. febrúar sl. og einum til viðbótar sagt að hann fengi ekki endurráðningu.

Þar segir að mikilvæg sérþekking, menntun og kunnátta hverfi frá stofnuninni auk þess sem endurskoða og skipuleggja þurfi ýmis verkefni, samstarfshópa og nefndir sem starfsmennirnir hafi hafi sinnt, en flestir hafi þeir unnið í mörg hjá stofnuninni.

Starfsmannafélögin fóru á fund umhverfisráðherra nýlega og afhentu bréf þar sem skorað var á umhverfis- og fjármálaráðherra að beita sér fyrir auknum fjárveitingum til stofnunarinnar svo hægt sé að endurráða starfsmennina.