FLUGMÁLASTJÓRN Íslands bárust í gær gögn frá dönskum samgönguyfirvöldum varðandi fyrirhugað áætlunarflug Grænlandsflugs milli Akureyrar og Kaupmannahafnar.
FLUGMÁLASTJÓRN Íslands bárust í gær gögn frá dönskum samgönguyfirvöldum varðandi fyrirhugað áætlunarflug Grænlandsflugs milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Gera má ráð fyrir að í kjölfarið fari hjólin að snúast, en fyrsta áætlunarflugið milli þessara áfangastaða er fyrirhugað 28. apríl næstkomandi.

Forsvarsmenn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar vænta þess að íslensk flugmálayfirvöld afgreiði málið hratt nú þegar öll gögn séu til staðar.

Jesper Egede, markaðsstjóri Grænlandsflugs, hefur verið á Akureyri síðustu daga m.a. að vinna að innlendri markaðsáætlun Fjölbreyttir möguleikar eru til markaðssetningar að sögn forráðamanna félagsins og segja þeir íbúa á Norður- og Austurlandi verða vara við þessar kynningar á næstu vikum.