Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, og John Watkinsson, forstjóri Hamleys, við keppnisbíl BMW Williams. Vörumerki Hamleys verður á bílum Juan Pablo Montoya og Ralf Schumachers á vertíðinni sem hefst næstu helgi með ástralska Grand Prix-kappakstr
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, og John Watkinsson, forstjóri Hamleys, við keppnisbíl BMW Williams. Vörumerki Hamleys verður á bílum Juan Pablo Montoya og Ralf Schumachers á vertíðinni sem hefst næstu helgi með ástralska Grand Prix-kappakstr
BRESKA leikfangaverslunin Hamleys, sem er í meirihlutaeigu Baugs Group, áformar að færa út kvíarnar í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu í samstarfi við smásöluaðila á þessum svæðum þar sem áhersla verður lögð á eigin merkjavöru Hamleys.
BRESKA leikfangaverslunin Hamleys, sem er í meirihlutaeigu Baugs Group, áformar að færa út kvíarnar í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu í samstarfi við smásöluaðila á þessum svæðum þar sem áhersla verður lögð á eigin merkjavöru Hamleys.

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, segir í tilkynningu að Hamleys sé þekktasta leikfangaverslun í heimi og hann hafi mikla trú á vaxtarmöguleikum fyrirtækisins.

Mikilvægur þáttur í að kynna Hamleys vörumerkið og styðja þannig við vöxt fyrirtækisins á alþjóðamarkaði er, að því er segir í fréttatilkynningu, að styrkja keppnislið BMW Williams Formúlu-1 í kappakstri. Er þetta í fyrsta sinn sem Formúla-1 lið gerir styrktarsamning við leikfangaverslun en haft er eftir Frank Williams, stjórnanda liðsins, að ímynd Hamleys fari mjög vel saman við fjölskylduvænlega ímynd BMW Williams.

Þá segir John Watkinson, forstjóri Hamleys, að samningurinn muni ekki einungis styðja við vaxtamöguleika Hamleys. Hamleys fái ennfremur leyfi til að framleiða spennandi leikföng sem tengjast kappakstursbílunum og selja í verslunum víða um heim.