LANDSLIÐSMAÐURINN Sigfús Sigurðsson fær að hvíla sig í næstu tveimur Magdeburg, gegn Eisenach 7.
LANDSLIÐSMAÐURINN Sigfús Sigurðsson fær að hvíla sig í næstu tveimur Magdeburg, gegn Eisenach 7. mars og Wilhelmshavener þremur dögum síðar, en meiðsli í kálfa og hné hafa plagað Sigfús frá því hann meiddist í Evrópuleik Magdeburg gegn ungverska liðinu Pick Szeged í síðasta mánuði. Að sögn Sigfúsar eru meiðslin þess háttar að rifa er í kálfavöðvanum og liðband í hnénu er skaddað en Sigfús lék nánast á öðrum fætinum í sigurleik Magdeburg gegn toppliði Flensborg í fyrrakvöld. "Alfreð ætlar að gefa mér frí fram að leiknum við Flensburg í Meistaradeildinni sem fram fer 13. mars og þennan tíma mun ég nota til að fara í meðferð hjá sjúkraþjálfara og byggja mig upp fyrir átökin sem fram undan eru. Það hefur verið mikið álag á okkur á undanförnum vikum ég hef fundið æ meira fyrir meiðslunum. Ég var mjög kvalinn eftir leikinn við Flensburg og ég þurfti að fá einar sjö sprautur í fótinn til að lina þjáningarnar. Ég hristi þetta alveg af mér og verð orðinn hress eftir viku til tíu daga," sagði Sigfús við Morgunblaðið í gær.